Fyrrverandi leikmaður Pepsi deildarinnar í fótbolta eftirlýstur í 194 löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 08:31 Babacar Sarr í leik með Molde í Evrópudeild UEFA haustið 2018. EPA-EFE/MALTON DIBRA Alþjóðalögreglan, Interpol, leitar enn að senegalska knattspyrnumanninum Babacar Sarr sem spilaði hér á landi fyrir tæpum áratug síðan. Hans hefur nú verið leitað í tvö ár og það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet. Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Sjá meira
Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet.
Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Sjá meira