Myndin var tekin með EPIC-myndavélinni svokölluðu (Earth Polychromatci Imaging Camera) um borð í DSCOVR-gervihnettinum (Deep Space Climate Observatory). Sá gervihnöttur er í rúmlega einnar og hálfrar milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni, milli jarðarinnar og sólarinnar.
Gervihnötturinn er helst notaður til að fylgjast með gróðurfari, skýjum og öðru. Þó kemur fyrir að gervihnötturinn fangar sólmyrkva. Meðal annars í sumar.
Sjá einnig: Sólmyrkvi séður úr geimnum
Hópur vísindamanna ferðaðist til Unionjökuls á Suðurskautinu en þaðan tóku þeir myndir af almyrkvanum og sendu hann út í beinni útsendingu.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu á vegum NASA sem send var út frá Suðurskautinu á laugardaginn.