Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 19:03 Kolfinna Frigg Sigurðardóttir greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði. Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34