Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 13:30 Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir kynna niðurstöðu sína. vísir/vilhelm Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fundurinn fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal klukkan 14. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Textalýsingu með því helsta sem fram kom má finna neðst í fréttinni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok sumars og stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfarið, eftir gagnrýni vegna viðbragða, eða meints skorts á viðbrögðum, við ásökunum í garð landsliðsmanna um kynferðisofbeldi. Áður en stjórnin hætti fór hún þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að gerði yrði óháð úttekt á viðbrögðum og málsferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. ÍSÍ skipaði því fyrrgreinda úttektarnefnd og hér að neðan má sjá hlutverk hennar. Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Uppfært klukkan 14:49 Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá að ofan og beina textalýsingu frá fundinum að neðan.
Fundurinn fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal klukkan 14. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Textalýsingu með því helsta sem fram kom má finna neðst í fréttinni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok sumars og stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfarið, eftir gagnrýni vegna viðbragða, eða meints skorts á viðbrögðum, við ásökunum í garð landsliðsmanna um kynferðisofbeldi. Áður en stjórnin hætti fór hún þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að gerði yrði óháð úttekt á viðbrögðum og málsferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. ÍSÍ skipaði því fyrrgreinda úttektarnefnd og hér að neðan má sjá hlutverk hennar. Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Uppfært klukkan 14:49 Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá að ofan og beina textalýsingu frá fundinum að neðan.
Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira