Fjögur mörk og þrjú rauð er Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 22:21 Dómari leiksins hafði í nægu að snúast í leik Porto og Atlético Madrid í kvöld. Octavio Passos/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 útisigri gegn Porto þar sem öll mörk leiksins, sem og þrjú rauð spjöld, litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01
Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00