Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2021 08:01 Embla Kristínardóttir fer ekki fögrum orðum um Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara Skallagríms. vísir/vilhelm Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira