121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 19:19 Nú hafa 121 þúsund manns mætt í örvunarbólusetningu. Vísir/Sigurjón Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59
Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47