Nú segir á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að 13. til 22. desember verði bólusett alla virka daga í Laugardalshöll frá klukkan 10 til 15, nema áðurnefnda daga. Boðið verður upp á bóluefnin frá Pfizer, Moderna og Janssen alla daga en AstraZeneca á fimmtudögum.
Sama verður uppi á teningnum milli jóla og nýárs en ekki verður bólusett á gamlársdag.
Í dag og á morgun er opið hús í Laugardalshöll fyrir óbólusetta og hálfbólusetta. Í dag verður boðið upp á bólusetningu með öllum samþykktum bóluefnum en á morgun Pfizer, Moderna og Janssen.
Bólusetningar halda síðan áfram í janúar og þá verða þeir hópar boðaðir í örvunarskammt sem verða komnir á tíma.