Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Breiðablik 89-100 | Blikar höfðu betur í uppgjöri nýliðanna Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 10. desember 2021 21:33 Breiðablik hafði betur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í kvöld. Vísir/Bára Breiðablik sigraði Vestra í 9. Umferð Subway-deildarinnar. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og fóru á endanum heim með 89-100 sigur, sem hefði hæglega getað orðið stærri. Leikurinn fór hratt af stað og var mikið skorað en eftir fyrsta leikhluta var staðan 23-25 fyrir Breiðablik. Munaði þar mest um Everage Lee hjá Breiðablik en hann setti niður 11 stig og gaf 3 stoðsendingar ásamt því ð stela nokkrum boltum. Hjá Vestra var það Julio sem var atkvæðamestur í fyrsta leikhluta og var með 9 stig. Í upphafi annars leikhluta setur Hugi niður góðan þrist og var það í síðasta sinn sem Vestri leiddi í þessum leik en eftir það kom 9-0 kafli hjá Breiðablik sem gaf til kynna að þeir ætluðu sér ekkert nema sigur í kvöld. Vestri leyfði Breiðablik að velja sér góð skot og féll þetta mikið fyrir blikunum sem leiddu 40-47 eftir annan leikhluta. Ekki skánuðu hlutirnir í þriðja leikhluta og héldu Vestramenn áfram að gera kjánaleg mistök og gefa frá sér boltann, oft á köflum virtust þeir mitt á milli þess að vera sofandi og steinsofandi þegar þeir voru kastandi boltanum út af og leyfa blikunum að stela honum auðveldlega af sér. Hægir, áhugalausir og mistaka glaðir Vestramenn leyfðu Breiðablik að sigla fram úr sér og kláruðu þriðja leikhluta með nítján stiga mun. Fjórði leikhluti fór alls ekki eins af stað og Pétur, þjálfari Vestra, hafði ætlað sér en eftir 4 sóknir hjá Vestra voru þeir búnir að henda frá sér boltanum þrisvar sinnum og pirringurinn orðinn bersýnilegur. Hinsvegar náðu menn aðeins að taka sig saman í andlitinu og fékk maður smá trú að það gæti orðið spennandi leikur þegar Vestri nær að minnka muninn úr tuttugu í ellefu stig með fjórar mínútur á klukkunni og bolta í hönd. Breiðablik hinsvegar hélt þetta út og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Sanngjarn sigur Breiðabliks sem hafði í raun svör við öllu sem Vestri gerði í kvöld. Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik voru einfaldlega betri í kvöld. Þeir áttu góðu svör við leik Vestra og gerðu færri mistök. Slökuðu aðeins á í fjórða leikhluta og sigurinn hefði getað verið mun stærri. Hverjir stóðu upp úr? Everage og Danero stóðu uppr úr í kvöld, voru báðir flottir og skoruðu saman 51 stig. Hinsvegar ef við veljum mann leiksins þá fær Everage það hlutkesti. Hann var einfaldlega frábær, skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og 10 fráköst. Frábær í kvöld! Hvað gekk illa? Ken-Jah hjá Vestra átti ekki sinn besta leik í kvöld. Eftir 26 mín leik var hann aðeins kominn með tvö stig og það er einfaldlega ekki nóg í leik eins og þessum þar sem hann endar með átta framlagspunkta. Vestri þarf meira frá einum af bestu mönnum liðsins. Hilmir og Hugi voru ekki að koma með nægt framtak af bekknum og munar um minna. Hilmir með -2 í framlag og Hilmir með núll. Hvað gerist næst? Vestri á annan heimaleik gegn Stjörnunni klukkan 18:15 eftir viku á meðan Breiðablik fær Valsara í heimsókn degi áður á sama tíma dags. Pétur Már Sigurðsson: „Leikurinn þróaðist út í Breiðabliks-körfubolta“ Pétur Már Sigurðsso, þjálfari Vestra, var heldur ósáttur með leik sinna manna í kvöld.Vísir/Eyþór Pétur var að vonum ekki sáttur með leik sinna manna og vildi meina að þeir hefðu leyft leiknum að þróast út í Breiðabliks-körfubolta. „Við leyfðum þessu bara að þróast í Breiðabliks körfubolta, við fórum bara að spila þeirra leik og þá gengu þeir bara á lagi. Þú þarft að spila öðruvísi gegn þessu liði og við féllum bara í gildruna“ sagði svekktur Pétur. „Við vorum að skjóta boltanum alltof snemma og taka ótímabær skot og þeir vilja það. Þeir breikuðu bara á okkur og eru frábærir á opnum velli“ en Pétur vildi meina að hans menn hefðu einfaldlega gefið þeim of mikið af því sem þeir vilja, opnum velli. „Við vorum búnir að undirbúa okkur undir það en féllum samt í gildruna“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í það að Breiðablik hafi valið skotin fyrir Vestra. Pétur Ingvarsson: „Þróaðist bara eins og við höfðum lagt þetta upp“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, segir að leikurinn hafi þróast eins og hann vonaðist eftir.Vísir/Daníel „Leikurinn þróaðist bara kannski eins og við höfðum lagt upp, keyra upp hraðann og pakka í vörninni. Það var bara planið. Keyra og spila vörn“ sagði Pétur sem greinilega hitti á rétta taktík í kvöld. „Við höfðum bara ætlað okkur að nota það ef við myndum lenda í villuvandræðum til að passa stóru mennina en prófuðum það svo í smá stund og það gekk bara ágætlega“ spurður út í þríhyrning og tvo sem þeir fóru í 2. leikhluta. „Náðum að keyra upp hraðann og við höfum gert þetta áður á móti Vestra til að stoppa menn á blokkinni“ Everage Lee: „Ég elska að spila á Ísafirði“ Everage Lee Richardson segist elska að spila á Ísafirði ef horft er framhjá keyrslunni.Vísir/Bára „Fyrir utan keyrsluna, þá einfaldlega elska ég að spila hérna á Ísafirði. Það er gott andrúmsloft í húsinu og það er alltaf gaman að spila hérna“ sagði Everage sem var maður leiksins í kvöld. „Eftir að við höfðum náð mesta hrollinum úr okkur eftir keyrsluna að þá small þetta hjá okkur í kvöld og við lönduðum sigrinum“ og með því þaut Everage út í rútu, enda tæpir 500km eftir að keyra heim í kvöld. Subway-deild karla Vestri Breiðablik
Breiðablik sigraði Vestra í 9. Umferð Subway-deildarinnar. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og fóru á endanum heim með 89-100 sigur, sem hefði hæglega getað orðið stærri. Leikurinn fór hratt af stað og var mikið skorað en eftir fyrsta leikhluta var staðan 23-25 fyrir Breiðablik. Munaði þar mest um Everage Lee hjá Breiðablik en hann setti niður 11 stig og gaf 3 stoðsendingar ásamt því ð stela nokkrum boltum. Hjá Vestra var það Julio sem var atkvæðamestur í fyrsta leikhluta og var með 9 stig. Í upphafi annars leikhluta setur Hugi niður góðan þrist og var það í síðasta sinn sem Vestri leiddi í þessum leik en eftir það kom 9-0 kafli hjá Breiðablik sem gaf til kynna að þeir ætluðu sér ekkert nema sigur í kvöld. Vestri leyfði Breiðablik að velja sér góð skot og féll þetta mikið fyrir blikunum sem leiddu 40-47 eftir annan leikhluta. Ekki skánuðu hlutirnir í þriðja leikhluta og héldu Vestramenn áfram að gera kjánaleg mistök og gefa frá sér boltann, oft á köflum virtust þeir mitt á milli þess að vera sofandi og steinsofandi þegar þeir voru kastandi boltanum út af og leyfa blikunum að stela honum auðveldlega af sér. Hægir, áhugalausir og mistaka glaðir Vestramenn leyfðu Breiðablik að sigla fram úr sér og kláruðu þriðja leikhluta með nítján stiga mun. Fjórði leikhluti fór alls ekki eins af stað og Pétur, þjálfari Vestra, hafði ætlað sér en eftir 4 sóknir hjá Vestra voru þeir búnir að henda frá sér boltanum þrisvar sinnum og pirringurinn orðinn bersýnilegur. Hinsvegar náðu menn aðeins að taka sig saman í andlitinu og fékk maður smá trú að það gæti orðið spennandi leikur þegar Vestri nær að minnka muninn úr tuttugu í ellefu stig með fjórar mínútur á klukkunni og bolta í hönd. Breiðablik hinsvegar hélt þetta út og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Sanngjarn sigur Breiðabliks sem hafði í raun svör við öllu sem Vestri gerði í kvöld. Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik voru einfaldlega betri í kvöld. Þeir áttu góðu svör við leik Vestra og gerðu færri mistök. Slökuðu aðeins á í fjórða leikhluta og sigurinn hefði getað verið mun stærri. Hverjir stóðu upp úr? Everage og Danero stóðu uppr úr í kvöld, voru báðir flottir og skoruðu saman 51 stig. Hinsvegar ef við veljum mann leiksins þá fær Everage það hlutkesti. Hann var einfaldlega frábær, skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og 10 fráköst. Frábær í kvöld! Hvað gekk illa? Ken-Jah hjá Vestra átti ekki sinn besta leik í kvöld. Eftir 26 mín leik var hann aðeins kominn með tvö stig og það er einfaldlega ekki nóg í leik eins og þessum þar sem hann endar með átta framlagspunkta. Vestri þarf meira frá einum af bestu mönnum liðsins. Hilmir og Hugi voru ekki að koma með nægt framtak af bekknum og munar um minna. Hilmir með -2 í framlag og Hilmir með núll. Hvað gerist næst? Vestri á annan heimaleik gegn Stjörnunni klukkan 18:15 eftir viku á meðan Breiðablik fær Valsara í heimsókn degi áður á sama tíma dags. Pétur Már Sigurðsson: „Leikurinn þróaðist út í Breiðabliks-körfubolta“ Pétur Már Sigurðsso, þjálfari Vestra, var heldur ósáttur með leik sinna manna í kvöld.Vísir/Eyþór Pétur var að vonum ekki sáttur með leik sinna manna og vildi meina að þeir hefðu leyft leiknum að þróast út í Breiðabliks-körfubolta. „Við leyfðum þessu bara að þróast í Breiðabliks körfubolta, við fórum bara að spila þeirra leik og þá gengu þeir bara á lagi. Þú þarft að spila öðruvísi gegn þessu liði og við féllum bara í gildruna“ sagði svekktur Pétur. „Við vorum að skjóta boltanum alltof snemma og taka ótímabær skot og þeir vilja það. Þeir breikuðu bara á okkur og eru frábærir á opnum velli“ en Pétur vildi meina að hans menn hefðu einfaldlega gefið þeim of mikið af því sem þeir vilja, opnum velli. „Við vorum búnir að undirbúa okkur undir það en féllum samt í gildruna“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í það að Breiðablik hafi valið skotin fyrir Vestra. Pétur Ingvarsson: „Þróaðist bara eins og við höfðum lagt þetta upp“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, segir að leikurinn hafi þróast eins og hann vonaðist eftir.Vísir/Daníel „Leikurinn þróaðist bara kannski eins og við höfðum lagt upp, keyra upp hraðann og pakka í vörninni. Það var bara planið. Keyra og spila vörn“ sagði Pétur sem greinilega hitti á rétta taktík í kvöld. „Við höfðum bara ætlað okkur að nota það ef við myndum lenda í villuvandræðum til að passa stóru mennina en prófuðum það svo í smá stund og það gekk bara ágætlega“ spurður út í þríhyrning og tvo sem þeir fóru í 2. leikhluta. „Náðum að keyra upp hraðann og við höfum gert þetta áður á móti Vestra til að stoppa menn á blokkinni“ Everage Lee: „Ég elska að spila á Ísafirði“ Everage Lee Richardson segist elska að spila á Ísafirði ef horft er framhjá keyrslunni.Vísir/Bára „Fyrir utan keyrsluna, þá einfaldlega elska ég að spila hérna á Ísafirði. Það er gott andrúmsloft í húsinu og það er alltaf gaman að spila hérna“ sagði Everage sem var maður leiksins í kvöld. „Eftir að við höfðum náð mesta hrollinum úr okkur eftir keyrsluna að þá small þetta hjá okkur í kvöld og við lönduðum sigrinum“ og með því þaut Everage út í rútu, enda tæpir 500km eftir að keyra heim í kvöld.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti