Klopp segir það óhjákvæmilegt að Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 08:45 Jürgen Klopp segir það klárt mál að Steven Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard snýr aftur á Anfield í dag, og nú í fyrsta skipti sem þjálfari í ensku úrvalsdeildinni, þegar Aston Villa heimsækir Liverpool. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, jós lofi yfir fyrrum fyrirliða liðsins í vikunni. „Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021 Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
„Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira