Óttast einangrun á aðfangadag Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 20:47 Ágústa er á meðal þeirra sem greindist með Covid-19 í gær, og á á hættu að enda í einangrun á aðfangadag. Það er þó aðeins ef hún er ekki orðin einkennalaus eftir tíu daga. Aðsend Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00
145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05