„Það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 13:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Þremur bönkum hefur nú verið stefnt í Vaxtamálinu svokallaða en Neytendasamtökin telja lán bankanna með breytilegum vöxtum ekki standast lög. Formaður Neytendasamtakanna segir málið það langumfangsmesta sem þau hafa tekið sér fyrir hendur en rúmlega 1500 manns hafa leitað til samtakanna. Neytendasamtökin greindu frá því í maí að þau hygðust stefna bönkunum vegna skilmála þeirra um breytilega vexti. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða umfangsmesta mál sem samtökin hafa staðið fyrir en Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki fengu afhentar stefnur í síðustu viku. „Það eru rúm tvö ár síðan við hófum samtal við bankanna en við teljum lán þeirra með breytilegum vöxtum, það er að segja skilmálarnir um vaxtaákvarðanir og vaxtaákvarðanirnar sjálfar, við teljum þær ekki standast lög,“ segir Breki. Ríflega 1500 manns leituðu til samtakanna og veittu þeim umboð til að fara með málið fyrir dóm vegna á sjötta þúsund lána. Sex mál voru síðan valin sem eru talin hafa mikið fordæmisgildi fyrir hin lánin en bankarnir fengu tvær stefnur hver. „Málin verða þingfest á morgun og hinn í Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness og það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli,“ segir Breki. Um er að ræða misjafnlega háar kröfur að sögn Breka, allt frá nokkrum tugum þúsunda og upp í milljónir króna. Elsta lánið sem málsóknir snúa að var tekið 2006, en það nýjasta fyrr á þessu ári. Umfangsmesta dómkrafan er upp á tæplega sex milljónir króna. „Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að við viljum ná fram breytingum sem að kemur í veg fyrir það að bankar geti í framtíðinni, eins og þeir hafa gert hingað til, í rauninni ákveðið alveg sjálfir, án þess að neytendur eða lántakar geti sannreynt hvort að þær ákvarðanir séu réttmætar, breytt vöxtum þegar þeim hentar,“ segir Breki. Hugsanlegt að málinu verði skotið til EFTA-dómstólsins Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda eða upphæð lána með breytilega vexti en Breki bendir þó á að snemma á þessu ári hafi útlán viðskiptabankanna til heimilanna náð 1500 milljörðum króna. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. „Það eru bara ósanngjarnir samningsskilmálar ef að annar samningsaðilinn, sá sem er mun sterkari, geti bara breytt skilmálum sínum á miðju tímabili samnings, án þess að hinn geti haft nokkuð um það að segja og ekki einu sinni sannreynt hvort að þessar breytingar séu réttmætar,“ segir Breki. Líkt og áður segir verða málin sex þingfest í vikunni og í kjölfarið hefst gagnaöflun auk þess sem bankarnir bregðast við. Hugsanlega verði málinu skotið til EFTA-dómstólsins, þar sem lögin sem eiga við eru byggðar á Evrópureglugerðum. „Líklega verður óskað eftir því að dómstóllinn veiti ráðgefandi dóm um hvernig eigi að túlka þessa reglugerð,“ segir Breki. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 „Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. 19. maí 2021 06:47 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Neytendasamtökin greindu frá því í maí að þau hygðust stefna bönkunum vegna skilmála þeirra um breytilega vexti. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða umfangsmesta mál sem samtökin hafa staðið fyrir en Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki fengu afhentar stefnur í síðustu viku. „Það eru rúm tvö ár síðan við hófum samtal við bankanna en við teljum lán þeirra með breytilegum vöxtum, það er að segja skilmálarnir um vaxtaákvarðanir og vaxtaákvarðanirnar sjálfar, við teljum þær ekki standast lög,“ segir Breki. Ríflega 1500 manns leituðu til samtakanna og veittu þeim umboð til að fara með málið fyrir dóm vegna á sjötta þúsund lána. Sex mál voru síðan valin sem eru talin hafa mikið fordæmisgildi fyrir hin lánin en bankarnir fengu tvær stefnur hver. „Málin verða þingfest á morgun og hinn í Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness og það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli,“ segir Breki. Um er að ræða misjafnlega háar kröfur að sögn Breka, allt frá nokkrum tugum þúsunda og upp í milljónir króna. Elsta lánið sem málsóknir snúa að var tekið 2006, en það nýjasta fyrr á þessu ári. Umfangsmesta dómkrafan er upp á tæplega sex milljónir króna. „Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að við viljum ná fram breytingum sem að kemur í veg fyrir það að bankar geti í framtíðinni, eins og þeir hafa gert hingað til, í rauninni ákveðið alveg sjálfir, án þess að neytendur eða lántakar geti sannreynt hvort að þær ákvarðanir séu réttmætar, breytt vöxtum þegar þeim hentar,“ segir Breki. Hugsanlegt að málinu verði skotið til EFTA-dómstólsins Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda eða upphæð lána með breytilega vexti en Breki bendir þó á að snemma á þessu ári hafi útlán viðskiptabankanna til heimilanna náð 1500 milljörðum króna. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. „Það eru bara ósanngjarnir samningsskilmálar ef að annar samningsaðilinn, sá sem er mun sterkari, geti bara breytt skilmálum sínum á miðju tímabili samnings, án þess að hinn geti haft nokkuð um það að segja og ekki einu sinni sannreynt hvort að þessar breytingar séu réttmætar,“ segir Breki. Líkt og áður segir verða málin sex þingfest í vikunni og í kjölfarið hefst gagnaöflun auk þess sem bankarnir bregðast við. Hugsanlega verði málinu skotið til EFTA-dómstólsins, þar sem lögin sem eiga við eru byggðar á Evrópureglugerðum. „Líklega verður óskað eftir því að dómstóllinn veiti ráðgefandi dóm um hvernig eigi að túlka þessa reglugerð,“ segir Breki.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 „Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. 19. maí 2021 06:47 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45
„Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. 19. maí 2021 06:47