Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 14:09 Þrír dagar eru til stefnu fyrir ríkið til að gera athugasemdir við söluna á Mílu. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“ Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“
Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira