Mahrez skoraði nefnilega einnig í sínum hundraðasta leik fyrir Leicester, en hann lék með liðinu frá 2014 til 2018 áður en hann gekk í raðir Manchester City.
Alsíringurinn er þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í sínum hundraðasta leik fyrir tvö mismunandi félög.
2 - Riyad Mahrez is the first player in Premier League history to score on his 100th appearance for two different sides in the competition (Man City & Leicester). Niche. #MCILEE
— OptaJoe (@OptaJoe) December 14, 2021
Mahrez lék á sínum tíma 158 deildarleiki fyrir Leicester og skoraði í þeim 42 mörk. Með liðinu vann hann fyrsta Englandsmeistaratitilinn í sögu félagsins áður en hann gekk í raðir City þar sem hann hefur skorað 30 mörk í 100 deildarleikjum.