Lineker útskýrði umdeildan endi formúlunnar á fótboltamáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 11:31 Gary Lineker og Lewis Hamilton. Það voru margir ósáttir fyrir hönd Hamilton og þar á meðal var Lineker. Getty/Bryn Lennon&Tim P. Whitby Það hafa margir sérfræðingar velt fyrir sér niðurstöðunni í formúlu eitt í ár þar sem Max Verstappen varð heimsmeistari eftir æsispennandi lokakeppni og hann endaði um leið fimm ára sigurgöngu Lewis Hamilton. Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug. Formúla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug.
Formúla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira