Klopp ekki með það á hreinu hvenær hann missir Salah, Mane og Keita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 15:31 Jürgen Klopp ræðir við þá Sadio Mane og Mohamed Salah fyrir leik á Anfield. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er í þeirri stöðu að hann missir þrjá öfluga leikmenn liðsins í næsta mánuði. Þeir Mohamed Salah, Sadio Mane og Naby Keita munu þá allir yfirgefa Liverpool og fara til móts við landsliðin sín sem eru að fara að keppa í Afríkukeppninni í Kamerún. Salah spilar með Egyptalandi, Mane með Senegal og Keita með Gíneu. Jurgen Klopp still unsure when Mohamed Salah, Sadio Mane, Naby Keita will leave for Africa Cup of Nations https://t.co/VaJJOSanhD— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 15, 2021 Margir eru að velta því fyrir sér hversu lengi þeir verða í burtu og hversu mörgum leikjum þeir muni missa af. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Newcastle annað kvöld. Einhverjir hafa líka verið að velta því fyrir sér hvort að það þyrfti að fresta Afríkukeppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en afríska knattspyrnusambandið segir ekkert il í slíkum vangaveltum. Klopp var spurður hvort hann teldi rétt að fresta mótinu. „Ég hef ekkert um það að segja. Þeir sem ráða þessu taka þessar ákvarðanir. Ég hef enga hugmynd um hversu slæmt ástandið er út í heimi. Svoleiðis er það bara,“ sagði Jürgen Klopp. ESPN hefur þær heimildir að þeir Salah, Mane og Keita verði að vera komnir til landsliða sinna 27. desember næstkomandi en félög eins og Liverpool hafa verið í viðræðum um að fá að halda leikmönnum lengur. Liverpool er að gera allt sem félagið getur til að fá að nota þá í leik á móti Chelsea á Stamford Bridge 2. janúar. En hvenær missri Klopp þá Salah, Mane og Keita? „Ég veit það ekki,“ sagði Klopp en bætti við: „Við vitum það ekki nákvæmlega. Það mun kom sá tími að landsliðsþjálfararnir gefa upp sín plön og við munum reyna að vera í viðræðum við þá um þetta. Þetta er samt ákvörðun sem er tekin annars staðar og við verðum að bíða eftir þeirri niðurstöðu,“ sagði Klopp. Hann staðfesti hins vegar það að Joel Matip muni ekki taka landsliðsskóna sína af hillunni og spila með Kamerún þótt að einhverjar sögusagnir séu um slíkt. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Þeir Mohamed Salah, Sadio Mane og Naby Keita munu þá allir yfirgefa Liverpool og fara til móts við landsliðin sín sem eru að fara að keppa í Afríkukeppninni í Kamerún. Salah spilar með Egyptalandi, Mane með Senegal og Keita með Gíneu. Jurgen Klopp still unsure when Mohamed Salah, Sadio Mane, Naby Keita will leave for Africa Cup of Nations https://t.co/VaJJOSanhD— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 15, 2021 Margir eru að velta því fyrir sér hversu lengi þeir verða í burtu og hversu mörgum leikjum þeir muni missa af. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Newcastle annað kvöld. Einhverjir hafa líka verið að velta því fyrir sér hvort að það þyrfti að fresta Afríkukeppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en afríska knattspyrnusambandið segir ekkert il í slíkum vangaveltum. Klopp var spurður hvort hann teldi rétt að fresta mótinu. „Ég hef ekkert um það að segja. Þeir sem ráða þessu taka þessar ákvarðanir. Ég hef enga hugmynd um hversu slæmt ástandið er út í heimi. Svoleiðis er það bara,“ sagði Jürgen Klopp. ESPN hefur þær heimildir að þeir Salah, Mane og Keita verði að vera komnir til landsliða sinna 27. desember næstkomandi en félög eins og Liverpool hafa verið í viðræðum um að fá að halda leikmönnum lengur. Liverpool er að gera allt sem félagið getur til að fá að nota þá í leik á móti Chelsea á Stamford Bridge 2. janúar. En hvenær missri Klopp þá Salah, Mane og Keita? „Ég veit það ekki,“ sagði Klopp en bætti við: „Við vitum það ekki nákvæmlega. Það mun kom sá tími að landsliðsþjálfararnir gefa upp sín plön og við munum reyna að vera í viðræðum við þá um þetta. Þetta er samt ákvörðun sem er tekin annars staðar og við verðum að bíða eftir þeirri niðurstöðu,“ sagði Klopp. Hann staðfesti hins vegar það að Joel Matip muni ekki taka landsliðsskóna sína af hillunni og spila með Kamerún þótt að einhverjar sögusagnir séu um slíkt.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira