„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 18:47 Ásmundur Friðriksson segir blóðbændur sorgmædda vegna umfjöllunar um blóðmerahald. Hestarnir á myndinni tengjast ekki fréttinni. Vísir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. Allir tíu þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð á fundinn en Ásmundur þáði einn boðið. Í fundarboðinu segir meðal annars að áróðursmyndband hafi farið ljósum logum um ntheima og hafi myndbandið verið kallað „heimildarmynd“ í fjölmiðlum. Blóðbændur séu ekki par sáttir við að vera „útrhópaðir dýraníðingar út um alla heimsbyggð“. Því hafi verið ákveðið að kalla til fundarins fyrir alla blóðbændur á Suðurlandi og ræða stöðu bændanna og næstu skref, hvernig „best sé að snúa vörn í sókn“. Eftir að umrætt myndband var birt í lok nóvembermánaðar ákvað Matvælastofnun að hefja rannsókn á málinu. Þá hefur meðferðin á hryssunum, sem sáust í myndbandinu, verið harðlega gagnrýnd þar á meðal af Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi landbúnaðarráðherra. Dýralæknafélagið og Alþjóðasamtök íslenska hestsins hafa sömuleiðis fordæmt meðferðina og Svandís Svavarsdóttir, nýr landbúnaðarráðherra, skipað starfshóp til að fjalla um blóðmerahald. Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur þá rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiðinu. Ásmundur Friðriksson var eins og áður segir viðstæddur fundinum sem fór fram í Njálsbúð í Vestur Landeyjum í gærkvöldi. Henn segir blóðbændur og þeirra fólk slegna yfir umfjölluninni sem þeir hafi fengið síðustu vikur. „Bændur sem voru á fundinum hafa sumir hverjir haldið blóðmerar í 40 ár og sinnt því með allri fjölskyldunni. Aldrei hafa verið gerðar athugasemdir og ekki fleiri frávik gerst við þá starfsemi en almennt gerist þegar horft er yfir búskapinn og meðferð dýra,“ skrifar Ásmundur í Facebook-færslu sem hann birti í dag. „Fundurinn var yfirvegaður og bændur ræddu sín mál af skynsemi og þekkingu. Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda. Fram undan er mikilvæg umræða um greinina og rétt að draga fram allar upplýsingar og næstu skref verði tekin þegar öldur lægja og tilfinningahitinn lækkar,“ skrifar Ásmundur. Margir muna kannski að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um velferð dýra sem miðar að því að banna blóðmerahald hér á landi. Frumvarpið hefur verið sent til atvinnuveganefndar til umræðu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, samflokkskona Ingu og þingmaður Suðurkjördæmis, var ekki viðstödd fundinum. „Það var mjög upplýsandi fyrir mig sem þingmann kjördæmisins að mæta á þennan fjölmenna fund og heyra í tæplega 80 bændum um málefni sem hvíla þungt á öllum,“ skrifar Ásmundur í lok færslunnar. Blóðmerahald Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00 Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00 Flutningamál, blóðmerahald, orkumál og plast í Svíþjóð Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja. 12. desember 2021 09:57 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Allir tíu þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð á fundinn en Ásmundur þáði einn boðið. Í fundarboðinu segir meðal annars að áróðursmyndband hafi farið ljósum logum um ntheima og hafi myndbandið verið kallað „heimildarmynd“ í fjölmiðlum. Blóðbændur séu ekki par sáttir við að vera „útrhópaðir dýraníðingar út um alla heimsbyggð“. Því hafi verið ákveðið að kalla til fundarins fyrir alla blóðbændur á Suðurlandi og ræða stöðu bændanna og næstu skref, hvernig „best sé að snúa vörn í sókn“. Eftir að umrætt myndband var birt í lok nóvembermánaðar ákvað Matvælastofnun að hefja rannsókn á málinu. Þá hefur meðferðin á hryssunum, sem sáust í myndbandinu, verið harðlega gagnrýnd þar á meðal af Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi landbúnaðarráðherra. Dýralæknafélagið og Alþjóðasamtök íslenska hestsins hafa sömuleiðis fordæmt meðferðina og Svandís Svavarsdóttir, nýr landbúnaðarráðherra, skipað starfshóp til að fjalla um blóðmerahald. Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur þá rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiðinu. Ásmundur Friðriksson var eins og áður segir viðstæddur fundinum sem fór fram í Njálsbúð í Vestur Landeyjum í gærkvöldi. Henn segir blóðbændur og þeirra fólk slegna yfir umfjölluninni sem þeir hafi fengið síðustu vikur. „Bændur sem voru á fundinum hafa sumir hverjir haldið blóðmerar í 40 ár og sinnt því með allri fjölskyldunni. Aldrei hafa verið gerðar athugasemdir og ekki fleiri frávik gerst við þá starfsemi en almennt gerist þegar horft er yfir búskapinn og meðferð dýra,“ skrifar Ásmundur í Facebook-færslu sem hann birti í dag. „Fundurinn var yfirvegaður og bændur ræddu sín mál af skynsemi og þekkingu. Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda. Fram undan er mikilvæg umræða um greinina og rétt að draga fram allar upplýsingar og næstu skref verði tekin þegar öldur lægja og tilfinningahitinn lækkar,“ skrifar Ásmundur. Margir muna kannski að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um velferð dýra sem miðar að því að banna blóðmerahald hér á landi. Frumvarpið hefur verið sent til atvinnuveganefndar til umræðu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, samflokkskona Ingu og þingmaður Suðurkjördæmis, var ekki viðstödd fundinum. „Það var mjög upplýsandi fyrir mig sem þingmann kjördæmisins að mæta á þennan fjölmenna fund og heyra í tæplega 80 bændum um málefni sem hvíla þungt á öllum,“ skrifar Ásmundur í lok færslunnar.
Blóðmerahald Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00 Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00 Flutningamál, blóðmerahald, orkumál og plast í Svíþjóð Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja. 12. desember 2021 09:57 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00
Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00
Flutningamál, blóðmerahald, orkumál og plast í Svíþjóð Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja. 12. desember 2021 09:57