„Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið eiga krefjandi verkefni fyrir hönfum. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum blaðamanna eftir að ljóst var hvaða lönd verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst á næsta ári. Hann segir að þrátt fyrir að þekktustu leikmenn heims séu ekki á leið til Íslands sé um mjög krefjandi verkefni að ræða. „Mér líst bara vel á dráttinn,“ Sagði Arnar Þór í upphafi fundar. „Varðandi Þjóðadeildina þá er enginn auðveldur andstæðingur að fá, það er bara ósköp einfalt.“ „Ef við skoðum bara eitthvað sem við getum alltaf litið á, þá er það FIFA-heimslistinn. Rússarnir eru lang efstir, þeir eru í 33. sæti eða eitthvað. Svo erum við og Albanía bara á mjög svipuðum stað og Ísrael aðeins fyrir neðan okkur. Það sem er kannski jákvætt við það er að það er langt síðan við spiluðum við Rússland og langt síðan við spiluðum við Ísrael.“ „Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn og við kannski þekkjum ekkert mikið af leikmönnunum og þeim deildum sem knattspyrnuáhugamenn á Íslandi eru að fylgjast með.“ Leiknir verða fjórir leikir í júní og tveir í september, en Arnar segir að það verði mikið álag á liðinu í júlítörninni. „Eins og ég sagði þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessu og mér líst bara vel á þetta. Við bíðum bara spennt eftir að vita hvernig leikjaniðurröðunin verður og við fáum hana á morgun frá UEFA.“ „Eins og allir vita þá eru fjórir leikir í júní og tveir í september. Við höfum ekekrt með leikjaniðurröðun að gera þannig að við gætum lent í því að byrja á Íslandi, fara til útlanda, koma aftur til Íslands og fara svo aftur til útlanda.“ „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okakr batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ „Getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021“ Eftir að hafa verið í um ár í starfi sem aðalþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu var Arnar spurður út í það hvort að hann fari með einhverja pressu inn í þetta verkefni. Arnar segist alltaf setja „Það er alltaf pressa að skila úrslitum og ég set alltaf pressu á sjálfan mig að skila úrslitum, það er eitthvað sem allir íþróttamenn gera. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til þess að ná í úrslit. Við verðum að nota æfingaleiki í janúar og mars til að halda áfram að mynda þennan hóp og stærsta verkefnið fyrir 2022 er að reyna að mynda ákveðið mengi af leikmönnum sem eru að spila flesta leikina.“ „Við getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021 þar sem va rosalega mikið rót á liðinu. Þá er ég að tala um að fara frá því að vera með elsta liðið í mars í það að vera með yngsta liðið í nóvember. Og að nota rosalega marga leikmenn á einu ári, það er eitthvað sem við viljum forðast.“ „Það er þessi vinna sem er stærsti hlutinn af þessari þróum sem við erum alltaf búnir að vera að tala um í ár.“ Arnar talaði einnig um að markmið liðsins sé að halda sér á þeim stað sem það er núna, í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Að sjálfsögðu er pressa. Við viljum halda okkur í B-deildinni. Bara að horfa á þennan riðil, þá vitum við að það verður ekkert auðvelt. Þegar við horfum á C-deildina þá sjáum við að þar eru lið eins og Tyrkland. Þannig að þetta er bara mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni, og í rauninni frábært verkefni til þess að kenna ungu liði að sækja úrslit.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Mér líst bara vel á dráttinn,“ Sagði Arnar Þór í upphafi fundar. „Varðandi Þjóðadeildina þá er enginn auðveldur andstæðingur að fá, það er bara ósköp einfalt.“ „Ef við skoðum bara eitthvað sem við getum alltaf litið á, þá er það FIFA-heimslistinn. Rússarnir eru lang efstir, þeir eru í 33. sæti eða eitthvað. Svo erum við og Albanía bara á mjög svipuðum stað og Ísrael aðeins fyrir neðan okkur. Það sem er kannski jákvætt við það er að það er langt síðan við spiluðum við Rússland og langt síðan við spiluðum við Ísrael.“ „Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn og við kannski þekkjum ekkert mikið af leikmönnunum og þeim deildum sem knattspyrnuáhugamenn á Íslandi eru að fylgjast með.“ Leiknir verða fjórir leikir í júní og tveir í september, en Arnar segir að það verði mikið álag á liðinu í júlítörninni. „Eins og ég sagði þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessu og mér líst bara vel á þetta. Við bíðum bara spennt eftir að vita hvernig leikjaniðurröðunin verður og við fáum hana á morgun frá UEFA.“ „Eins og allir vita þá eru fjórir leikir í júní og tveir í september. Við höfum ekekrt með leikjaniðurröðun að gera þannig að við gætum lent í því að byrja á Íslandi, fara til útlanda, koma aftur til Íslands og fara svo aftur til útlanda.“ „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okakr batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ „Getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021“ Eftir að hafa verið í um ár í starfi sem aðalþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu var Arnar spurður út í það hvort að hann fari með einhverja pressu inn í þetta verkefni. Arnar segist alltaf setja „Það er alltaf pressa að skila úrslitum og ég set alltaf pressu á sjálfan mig að skila úrslitum, það er eitthvað sem allir íþróttamenn gera. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til þess að ná í úrslit. Við verðum að nota æfingaleiki í janúar og mars til að halda áfram að mynda þennan hóp og stærsta verkefnið fyrir 2022 er að reyna að mynda ákveðið mengi af leikmönnum sem eru að spila flesta leikina.“ „Við getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021 þar sem va rosalega mikið rót á liðinu. Þá er ég að tala um að fara frá því að vera með elsta liðið í mars í það að vera með yngsta liðið í nóvember. Og að nota rosalega marga leikmenn á einu ári, það er eitthvað sem við viljum forðast.“ „Það er þessi vinna sem er stærsti hlutinn af þessari þróum sem við erum alltaf búnir að vera að tala um í ár.“ Arnar talaði einnig um að markmið liðsins sé að halda sér á þeim stað sem það er núna, í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Að sjálfsögðu er pressa. Við viljum halda okkur í B-deildinni. Bara að horfa á þennan riðil, þá vitum við að það verður ekkert auðvelt. Þegar við horfum á C-deildina þá sjáum við að þar eru lið eins og Tyrkland. Þannig að þetta er bara mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni, og í rauninni frábært verkefni til þess að kenna ungu liði að sækja úrslit.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41