Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 12:00 Guðmundur Felix er kominn í frí til landsins, til að hitta börn sín og barnabörn en líka til að kynna nýútkomna bók sína, 11.000 volt. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. „Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42
Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48