Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 12:00 Guðmundur Felix er kominn í frí til landsins, til að hitta börn sín og barnabörn en líka til að kynna nýútkomna bók sína, 11.000 volt. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. „Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
„Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
„Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42
Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48