Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2021 15:46 10 aðilar eru tilnefndir sem Maður ársins 2021. Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2021 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2021 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira