Endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar lokið Heimsljós 17. desember 2021 13:51 Alþjóðabankinn/IDA Framlög til IDA eru hæstu einstöku framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og nema þau tæplega 1,8 milljarði 2023-2025. Í vikunni lauk 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans (IDA) sem er sú umfangsmesta í sögu stofnunarinnar. Samtals settu 48 ríki fram áheit um 23,5 milljarða Bandaríkjadala framlög til næstu ára. Ísland hefur verið aðili að stofnuninni frá upphafi, frá 1960. Framlög til IDA eru hæstu einstöku framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og nema þau tæplega 1,8 milljarði 2023-2025. Stofnunin veitir hagstæð lán til 74 fátækustu ríkja veraldar og hún er lykilstofnun í baráttunni gegn fátækt. Um þriðjungur lánanna rennur til loftslagstengdra verkefna. Stofnunin gefur út skuldabréf og fjórfaldar með því framlög frá þátttökuríkjum. Heildarumfang endurfjármögnunarinnar er því 93 milljarðar Bandaríkjadala. „Það er ánægjulegt að Ísland skuli geta tekið þátt í endurfjármögnun þessarar mikilvægu stofnunar með svo rausnarlegum hætti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Við höfum tekið virkan þátt í samningaviðræðunum og stefnumótun sem endurspeglast meðal annars í áherslum stofnunarinnar á jafnrétti og sjálfbærni.“ Sérstök áhersla lögð á að styðja viðspyrnu í þessum ríkjum í kjölfar heimsfaraldursins sem hamlar efnahagsvexti og eykur skuldavanda þessara ríkja. Fátækt hefur aukist og um í þriðjungi IDA-ríkja standa íbúarnir nú frammi fyrir fæðuskorti. Rausnarlegur stuðningur framlagsríkja verður meðal annars til þess að um 15 milljónir manna fá aðgang að heilnæmu vatni, yfir 100 milljónir barna munu fá grunnbólusetningar og 400 milljónir manna munu njóta gunnheilbrigðisþjónustu og fæðuaðstoðar. Enn fremur mun stór hluti stuðningsins verða nýttur til að fást við loftlagsvá, með sérstakri áherslu á að styðja lönd við að aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Jafnframt mun stofnunin leitast við að gera ríki betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir, þar á meðal útbreiðslu heimsfaraldurs, efnahagsþrengingar, náttúruvá og bættum réttindum kvenna og stúlkna. Stuðningur IDA nýtist fátækum ríkjum um víða veröld en um 70% af framlögunum renna til Afríkuríkja. Fréttatilkynning frá IDA Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður
Í vikunni lauk 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans (IDA) sem er sú umfangsmesta í sögu stofnunarinnar. Samtals settu 48 ríki fram áheit um 23,5 milljarða Bandaríkjadala framlög til næstu ára. Ísland hefur verið aðili að stofnuninni frá upphafi, frá 1960. Framlög til IDA eru hæstu einstöku framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og nema þau tæplega 1,8 milljarði 2023-2025. Stofnunin veitir hagstæð lán til 74 fátækustu ríkja veraldar og hún er lykilstofnun í baráttunni gegn fátækt. Um þriðjungur lánanna rennur til loftslagstengdra verkefna. Stofnunin gefur út skuldabréf og fjórfaldar með því framlög frá þátttökuríkjum. Heildarumfang endurfjármögnunarinnar er því 93 milljarðar Bandaríkjadala. „Það er ánægjulegt að Ísland skuli geta tekið þátt í endurfjármögnun þessarar mikilvægu stofnunar með svo rausnarlegum hætti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Við höfum tekið virkan þátt í samningaviðræðunum og stefnumótun sem endurspeglast meðal annars í áherslum stofnunarinnar á jafnrétti og sjálfbærni.“ Sérstök áhersla lögð á að styðja viðspyrnu í þessum ríkjum í kjölfar heimsfaraldursins sem hamlar efnahagsvexti og eykur skuldavanda þessara ríkja. Fátækt hefur aukist og um í þriðjungi IDA-ríkja standa íbúarnir nú frammi fyrir fæðuskorti. Rausnarlegur stuðningur framlagsríkja verður meðal annars til þess að um 15 milljónir manna fá aðgang að heilnæmu vatni, yfir 100 milljónir barna munu fá grunnbólusetningar og 400 milljónir manna munu njóta gunnheilbrigðisþjónustu og fæðuaðstoðar. Enn fremur mun stór hluti stuðningsins verða nýttur til að fást við loftlagsvá, með sérstakri áherslu á að styðja lönd við að aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Jafnframt mun stofnunin leitast við að gera ríki betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir, þar á meðal útbreiðslu heimsfaraldurs, efnahagsþrengingar, náttúruvá og bættum réttindum kvenna og stúlkna. Stuðningur IDA nýtist fátækum ríkjum um víða veröld en um 70% af framlögunum renna til Afríkuríkja. Fréttatilkynning frá IDA Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður