Hallardrottningin mætir til leiks á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2021 10:00 Fallon Sherrock er gríðarlega vinsæl. getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock, sem sló svo eftirminnilega í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti 2020, mætir aftur á fjalir Alexandra hallarinnar í London í kvöld. Þá mætir hún reynsluboltanum Steve Beaton. Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira