Hallardrottningin mætir til leiks á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2021 10:00 Fallon Sherrock er gríðarlega vinsæl. getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock, sem sló svo eftirminnilega í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti 2020, mætir aftur á fjalir Alexandra hallarinnar í London í kvöld. Þá mætir hún reynsluboltanum Steve Beaton. Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sjá meira
Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð