Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2021 14:00 Elín og Bjarni með menningarviðurkenninguna, sem þau fengu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021. Það er alltaf gaman að koma í Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til þeirra Bjarna og Elínar til að glugga í nýjar bækur eða gamlar, eða jafnvel bara til að fá sér kaffisopa. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Bókakaffið í vikunni og færði þeim hjónum menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. „Þetta er bara mikill heiður og mjög ánægjulegt og eins og ég sagði við afhendinguna, og auðvitað mikilsvert fyrir svona lítið fyrirtæki að fá svona viðurkenningu og mikilvægast frá nærsamfélaginu,“ segir Bjarni. „Já, ég er alveg 100 prósent sammála, það er bara uppörvandi að fá þetta og maður heldur þá ótrauður áfram við það, sem maður var að gera,“ bætir Elín við. „Við höfum verið að selja bækur og svo hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Bæði það að við höfum komið að útgáfu, þar að segja framleiðslu á bókum og vaxandi endurvinnslu á bókum, þar að segja sölu á gömlum bókum, bæði hérna og svo opnuðum við útibú í Reykjavík,“ segir Bjarni. Menningarnefnd Árborgar, ásamt Bjarna og Elínu þegar afhending verðlaunanna fór fram í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er brjálað að gera hjá Bjarna og Elínu fyrir jól enda eru þau að gefa út 32 titla af nýjum bókum. „Það lendir nú miklu meira á Elínu og starfsfólkinu, ég er búni að grafa mig inn í haugana af gömlum bókunum og þar tikkar klukkan svolítið öðruvísi. Vinnudagarnir eru vissulega langir en svolítið öðruvísi,“ segir Bjarni enn fremur. En er skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður? „Já, það er ekkert hægt að líkja því saman Magnús minn, hér er lífið,“ segir Bjarni kampakátur með menningarviðurkenninguna og vel gengni bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar, sem þau hjónin eiga. Árborg Alþingi Bókaútgáfa Jól Menning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Það er alltaf gaman að koma í Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til þeirra Bjarna og Elínar til að glugga í nýjar bækur eða gamlar, eða jafnvel bara til að fá sér kaffisopa. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Bókakaffið í vikunni og færði þeim hjónum menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. „Þetta er bara mikill heiður og mjög ánægjulegt og eins og ég sagði við afhendinguna, og auðvitað mikilsvert fyrir svona lítið fyrirtæki að fá svona viðurkenningu og mikilvægast frá nærsamfélaginu,“ segir Bjarni. „Já, ég er alveg 100 prósent sammála, það er bara uppörvandi að fá þetta og maður heldur þá ótrauður áfram við það, sem maður var að gera,“ bætir Elín við. „Við höfum verið að selja bækur og svo hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Bæði það að við höfum komið að útgáfu, þar að segja framleiðslu á bókum og vaxandi endurvinnslu á bókum, þar að segja sölu á gömlum bókum, bæði hérna og svo opnuðum við útibú í Reykjavík,“ segir Bjarni. Menningarnefnd Árborgar, ásamt Bjarna og Elínu þegar afhending verðlaunanna fór fram í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er brjálað að gera hjá Bjarna og Elínu fyrir jól enda eru þau að gefa út 32 titla af nýjum bókum. „Það lendir nú miklu meira á Elínu og starfsfólkinu, ég er búni að grafa mig inn í haugana af gömlum bókunum og þar tikkar klukkan svolítið öðruvísi. Vinnudagarnir eru vissulega langir en svolítið öðruvísi,“ segir Bjarni enn fremur. En er skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður? „Já, það er ekkert hægt að líkja því saman Magnús minn, hér er lífið,“ segir Bjarni kampakátur með menningarviðurkenninguna og vel gengni bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar, sem þau hjónin eiga.
Árborg Alþingi Bókaútgáfa Jól Menning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira