Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, er spenntur fyrir breytingunum. Hann segir að tími hafi verið kominn til enda hafi orðið miklar breytingar á auglýsingamarkaði, til dæmis vegna aukinnar notkunar samfélagsmiðla. Mbl.is greindi fyrst frá.
„Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ segir Gísli.
![](https://www.visir.is/i/E43599A4BA019FAFCA71F7AF9D3FE0D009004CDDE82E9C054C291E5EC9832816_713x0.jpg)
Hann segir að breytingarnar hafi verið praktískar af mörgu leyti en verið er að gera smærri breytingar hér og þar á merkjum Icelandair. Meðal breytinganna er til dæmis stækkun á letri á nafni fyrirtækisins eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Gísli telur að fólk muni koma til með að taka vel í hið nýja útlit en það hefur verið í þróun síðan árið 2018. Vörumerkið sé vel þekkt Íslendingum og litadýrðin muni gera fyrirtækið meira áberandi á hinum alþjóðlega vettvangi.
![](https://www.visir.is/i/3FF5CA31739FC3A7BA6E08560BB28A3D500143F08A79B8CED5F96C3A20EB6571_713x0.jpg)