Roma valtaði yfir Atalanta á útivelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. desember 2021 16:00 Roma voru sterkari aðilinn í dag EPA-EFE/PAOLO MAGNI Atalanta og Roma mættust á heimavelli þess fyrnefnda í mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag. Bæði liðin ofarlega í töflunni og því skipti þessi leikur talsverðu máli. Atalanta sá aldrei til sólar og Roma vann öruggan sigur, 1-4. Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37. Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira