Vilja fá óháðan aðila til að taka út veitingu undanþága Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 10:14 Þetta er í annað sinn sem skýrslubeiðnin er lögð fram í þinginu. Þingmenn Pírata og Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá innanríkisráðherra um undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga. Beiðnin varðar heimild til barna yngri en 18 ára til að ganga í hjónaband. Vísir greindi frá því í sumar að samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar hefðu átján einstaklingar fengið heimild til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð 18 ára aldri. Um var að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum var um að ræða sautján ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs manni en tvær stúlkur voru aðeins 16 ára þegar þær giftust mönnum sem voru 18 ára og 23 ára. Tilefni skýrslusmíðanna var frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um bann við barnahjónaböndum en skýrslubeiðnin nú gengur út á að fá upplýsingar um það hvaða verklag var viðhaft í þeim tilvikum þegar undanþága var veitt, hvaða gagna var aflað og hvernig ráðuneytið „rannsóknarskyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða áður en hver beiðni um undanþágu var samþykkt“. Athygli vekur að í greinargerð með skýrslubeiðninni er þess óskað að óháður aðili vinni skýrsluna, þar sem niðurstöður úttektarinnar kunni að reynast gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins. „Skýrslubeiðni þessari er ætlað að gera upp framkvæmd þessa undanþáguákvæðis á þeim tímapunkti þegar vonandi styttist í að það heyri sögunni til. Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar,“ segir í greinargerðinni. Réttindi barna Fjölskyldumál Alþingi Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Vísir greindi frá því í sumar að samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar hefðu átján einstaklingar fengið heimild til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð 18 ára aldri. Um var að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum var um að ræða sautján ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs manni en tvær stúlkur voru aðeins 16 ára þegar þær giftust mönnum sem voru 18 ára og 23 ára. Tilefni skýrslusmíðanna var frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um bann við barnahjónaböndum en skýrslubeiðnin nú gengur út á að fá upplýsingar um það hvaða verklag var viðhaft í þeim tilvikum þegar undanþága var veitt, hvaða gagna var aflað og hvernig ráðuneytið „rannsóknarskyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða áður en hver beiðni um undanþágu var samþykkt“. Athygli vekur að í greinargerð með skýrslubeiðninni er þess óskað að óháður aðili vinni skýrsluna, þar sem niðurstöður úttektarinnar kunni að reynast gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins. „Skýrslubeiðni þessari er ætlað að gera upp framkvæmd þessa undanþáguákvæðis á þeim tímapunkti þegar vonandi styttist í að það heyri sögunni til. Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar,“ segir í greinargerðinni.
Réttindi barna Fjölskyldumál Alþingi Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28