Vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Nichole Leigh Mosty skrifar 20. desember 2021 07:31 Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun