Vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Nichole Leigh Mosty skrifar 20. desember 2021 07:31 Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun