Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 08:02 Þórólfur segir ljóst að ómíkron smitist auðveldlega en það sé mögulega vægara en delta. Enn sé þó margt á huldu og upplýsingar um hið nýja afbrigði að koma fram í rauntíma. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira