Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2021 08:36 Allt að þrjár milljónir afganskra barna eru hungruð og talið er að milljón þeirra muni svelta fyrir veturlok. EPA-EFE/STRINGER Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. Fjórir mánuðir eru liðnir síðan Talíbanar náðu völdum í Afganistan að nýju. Valdataka Talíbana hófst í sumar, stuttu eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að bandaríski herinn yrði kallaður heim eftir tuttugu ára hersetu. Bandalagsríki NATO hófu brotflutning hermanna sinna í apríl og í lok júní voru nær allir erlendir hermenn horfnir burt. Þegar leið á sumarið fóru fréttir að berast æ oftar um uppgang Talíbana í landinu og áður en fyrsta vikan í ágúst var liðin höfðu þeir náð fyrstu héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. Yfirtakan var hröð, hver borgin af annarri féll í hendur Talíbana og þann 15. ágúst höfðu Talíbanar tekið stjórn yfir öllu landinu. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði að það væru í það minnsta þrjátíu dagar þar til Talíbanar myndu nálgast eða umkringja Kabúl og það tæki þá í það minnsta níutíu daga að ná yfirráðum yfir borginni. Eins og við höfum öll séð tók þetta innan við tíu daga,“ sagði Brynja Huld Óskarsdóttir, sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, í samtali við fréttastofu þann 16. ágúst síðastliðinn. Uppgangur ISIS sem deilir við Talíbanaæ Þrátt fyrir loforð um betra líf og jafnrétti kynjana kom fljótt í ljós að Talíbanar myndu ekki standa við þessi fögru loforð. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum. Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu,“ sagði Sayed Khanoghli, Afgani sem er búsettur hér á landi, í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir fall Kabúl. Síðan þá hefur ástandið aðeins versnað og svo má segja að með valdatöku Talíbana hafi verið farið úr öskunni í eldinn. Fyrir utan harða stjórnarhætti Talíbana hafa hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki látið á sér kræla. ISIS sendi til að mynda sjálfsvígssprengjumenn að flugvellinum í Kabúl í lok ágúst, þar sem fjöldi fólks var saman kominn dag hvern til að reyna að komast um borð í flugvél og út úr landinu. Níutíu Afganar féllu og tólf bandarískir hermenn sem stóðu vörð við flugvöllinn. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum elta ykkur uppi og láta ykkur gjalda fyrir þetta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti sama dag og árás ISIS var gerð við flugvöllinn í Kabúl. Allt að 90 prósent þjóðarinnar lifi í fátækt á næsta ári Og enn versnar það. Vegna alþjóðlegra viðskiptaþvingana hefur ástand efnahags landsins sjaldan verið verra. Bankar eru lokaðir, erlendir bankareikningar hafa verið frystir og efnahagsaðstoð frá Evrópu og Bandaríkjunum, sem hefur haldið lífinu í mörgum Afgönum, er engin. Til dæmis má nefna að brauðhleifur hefur tvöfaldast í verði á síðustu tveimur vikum. Sameinuðu þjóðirnar vara nú við því að á næsta ári gæti allt að 90 prósent afgönsku þjóðarinnar lifað í fátækt. Þá sé heilbrigðiskerfið að falli komið. „Í meira en þrjá mánuði höfum við ekki fengið launin okkar greidd. Við höfum engin sjúkragögn, nauðsynleg tæki, nauðsynleg lyf við Covid, sem WHO hefur samþykkt. Við höfum ekki súrefnisbirgðir eða eldsneyti. Það er allt að klárast,“ segir Ahmad Fatah Habibyar, lækn8ir á smitsjúkdómaspítala í Kabúl. Konum og stúlkum er nú bannað að sækja skóla. Í nýrri skýrslu sendinefndar mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan kemur meðal annars fram að foreldrar hafi gripið til þess örþrifaráðs að láta börn sín vinna, giftast mjög ung og fregnir hafi jafnvel borist af því að börn hafi verið seld. Ef ekkert breytist muni ein milljón barna deyja úr hungri áður en vetur líði undir lok, fleiri en létust í tuttugu ára löngu stríði landsins. Íslensk stjórnvöld hafa heitið því að taka á móti 120 Afgönum vegna ástandsins og er 61 þegar kominn til landsins. Hópur 22 mun koma til landsins á þriðjudag. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð Framkvæmdastjóri WFP segir ástandið í Afganistan skelfilegt. 15. desember 2021 10:46 Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. 7. desember 2021 06:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Fjórir mánuðir eru liðnir síðan Talíbanar náðu völdum í Afganistan að nýju. Valdataka Talíbana hófst í sumar, stuttu eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að bandaríski herinn yrði kallaður heim eftir tuttugu ára hersetu. Bandalagsríki NATO hófu brotflutning hermanna sinna í apríl og í lok júní voru nær allir erlendir hermenn horfnir burt. Þegar leið á sumarið fóru fréttir að berast æ oftar um uppgang Talíbana í landinu og áður en fyrsta vikan í ágúst var liðin höfðu þeir náð fyrstu héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. Yfirtakan var hröð, hver borgin af annarri féll í hendur Talíbana og þann 15. ágúst höfðu Talíbanar tekið stjórn yfir öllu landinu. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði að það væru í það minnsta þrjátíu dagar þar til Talíbanar myndu nálgast eða umkringja Kabúl og það tæki þá í það minnsta níutíu daga að ná yfirráðum yfir borginni. Eins og við höfum öll séð tók þetta innan við tíu daga,“ sagði Brynja Huld Óskarsdóttir, sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, í samtali við fréttastofu þann 16. ágúst síðastliðinn. Uppgangur ISIS sem deilir við Talíbanaæ Þrátt fyrir loforð um betra líf og jafnrétti kynjana kom fljótt í ljós að Talíbanar myndu ekki standa við þessi fögru loforð. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum. Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu,“ sagði Sayed Khanoghli, Afgani sem er búsettur hér á landi, í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir fall Kabúl. Síðan þá hefur ástandið aðeins versnað og svo má segja að með valdatöku Talíbana hafi verið farið úr öskunni í eldinn. Fyrir utan harða stjórnarhætti Talíbana hafa hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki látið á sér kræla. ISIS sendi til að mynda sjálfsvígssprengjumenn að flugvellinum í Kabúl í lok ágúst, þar sem fjöldi fólks var saman kominn dag hvern til að reyna að komast um borð í flugvél og út úr landinu. Níutíu Afganar féllu og tólf bandarískir hermenn sem stóðu vörð við flugvöllinn. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum elta ykkur uppi og láta ykkur gjalda fyrir þetta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti sama dag og árás ISIS var gerð við flugvöllinn í Kabúl. Allt að 90 prósent þjóðarinnar lifi í fátækt á næsta ári Og enn versnar það. Vegna alþjóðlegra viðskiptaþvingana hefur ástand efnahags landsins sjaldan verið verra. Bankar eru lokaðir, erlendir bankareikningar hafa verið frystir og efnahagsaðstoð frá Evrópu og Bandaríkjunum, sem hefur haldið lífinu í mörgum Afgönum, er engin. Til dæmis má nefna að brauðhleifur hefur tvöfaldast í verði á síðustu tveimur vikum. Sameinuðu þjóðirnar vara nú við því að á næsta ári gæti allt að 90 prósent afgönsku þjóðarinnar lifað í fátækt. Þá sé heilbrigðiskerfið að falli komið. „Í meira en þrjá mánuði höfum við ekki fengið launin okkar greidd. Við höfum engin sjúkragögn, nauðsynleg tæki, nauðsynleg lyf við Covid, sem WHO hefur samþykkt. Við höfum ekki súrefnisbirgðir eða eldsneyti. Það er allt að klárast,“ segir Ahmad Fatah Habibyar, lækn8ir á smitsjúkdómaspítala í Kabúl. Konum og stúlkum er nú bannað að sækja skóla. Í nýrri skýrslu sendinefndar mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan kemur meðal annars fram að foreldrar hafi gripið til þess örþrifaráðs að láta börn sín vinna, giftast mjög ung og fregnir hafi jafnvel borist af því að börn hafi verið seld. Ef ekkert breytist muni ein milljón barna deyja úr hungri áður en vetur líði undir lok, fleiri en létust í tuttugu ára löngu stríði landsins. Íslensk stjórnvöld hafa heitið því að taka á móti 120 Afgönum vegna ástandsins og er 61 þegar kominn til landsins. Hópur 22 mun koma til landsins á þriðjudag.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð Framkvæmdastjóri WFP segir ástandið í Afganistan skelfilegt. 15. desember 2021 10:46 Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. 7. desember 2021 06:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31
Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð Framkvæmdastjóri WFP segir ástandið í Afganistan skelfilegt. 15. desember 2021 10:46
Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. 7. desember 2021 06:44