Athafnakonan og skartgripahönnuðurinn Íris Björk Tanya auglýsir eftir hring föður síns heitins á Facebook síðu sinni. Hún biðlar til fólks að skila honum ef hann finnst.
„Þetta eru mikil tilfinningaleg verðmæti fyrir mig og ég býð því hundrað þúsund króna fundarlaun ef hringurinn finnst.“
Íris segist hafa glatað hringnum fyrir þremur vikum síðan á höfuðborgarsvæðinu.
„Hann hefur líklega glatast einhversttaðar á milli Skútuvogs og RÚV svæðisins en þetta er svona chunky hringur með burgundy rauðum stein.“