Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 15:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34