Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 16:02 Þórólfur Guðnason vill herða sóttvarnaaðgerðir til muna eftir að smitfjöldi er hér viðvarandi í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02