Gert ráð fyrir forgangsbraut milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2021 07:30 Svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll séð úr suðaustri. Kadeco Alþjóðlega hönnunar- og skipulagsstofan KCAP, með höfuðstöðvar í Sviss, varð hlutskörpust í samkeppni sem Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hélt um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll til ársins 2050. Í tillögu KCAP er meðal annars lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Frá þessu segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, en í lok árs 2019 var undirritað samkomulag milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Isavia Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Í samkomulaginu var Kadeco, félagi í eigu ríkisins, falið að leiða samstarfið, en kjarnaverkefni Kadeco er að leiða samstarf um að auka virði lands í eigu ríkisins með skipulagningu nýs þróunarsvæðis við flugvöllinn. „Forvali fyrir samkeppni um þróunaráætlun var hleypt af stað í maí á þessu ári á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins. Alls bárust umsóknir frá 25 alþjóðlegum teymum um að fá að taka þátt í samkeppninni. Þrjú teymi voru valin til að skila mótuðum tillögum byggðum á efnahagslegri greiningu. Teymin samanstóðu af ólíkum fyrirtækjum, bæði erlendum og íslenskum, en til að tryggja að tillit væri tekið til íslensks samhengis og aðstæðna var lögð áhersla á aðkomu íslenskra samstarfsaðila. Í tillögum teymanna koma fram hugmyndir sem Kadeco hefur rétt á að nýta í framhaldinu. Hver og ein tillaga var metin út frá nokkrum þáttum af matsnefnd skipaðri fagaðilum. Meðal þess sem lagt var mat á voru hönnun, hagrænir þættir og útfærsla þróunaráætlunar, en matsnefnd samanstóð af mismunandi aðilum fyrir hvern þátt. Alþjóðlegt, þverfaglegt teymi frá KCAP með mikla reynslu stendur að vinningstillögunni. Meðal annars er lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Áhersla er lögð á það í starfi Kadeco að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll þróist í takti við samfélagið og að við uppbyggingu verði sérstaklega horft til styrkleika Suðurnesja. Markmiðið hefur verið að móta heildstæða áætlun sem leggi grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dragi fram markaðslega sérstöðu svæðisins. Kadeco mun í framhaldinu vinna með teyminu frá KCAP, Isavia og sveitarfélögunum á Suðurnesjum að áframhaldandi útfærslu þróunaráætlunar svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Nánar má kynna sér tillöguna á vef Kadeco. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Skipulag Suðurnesjabær Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tillögu KCAP er meðal annars lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Frá þessu segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, en í lok árs 2019 var undirritað samkomulag milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Isavia Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Í samkomulaginu var Kadeco, félagi í eigu ríkisins, falið að leiða samstarfið, en kjarnaverkefni Kadeco er að leiða samstarf um að auka virði lands í eigu ríkisins með skipulagningu nýs þróunarsvæðis við flugvöllinn. „Forvali fyrir samkeppni um þróunaráætlun var hleypt af stað í maí á þessu ári á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins. Alls bárust umsóknir frá 25 alþjóðlegum teymum um að fá að taka þátt í samkeppninni. Þrjú teymi voru valin til að skila mótuðum tillögum byggðum á efnahagslegri greiningu. Teymin samanstóðu af ólíkum fyrirtækjum, bæði erlendum og íslenskum, en til að tryggja að tillit væri tekið til íslensks samhengis og aðstæðna var lögð áhersla á aðkomu íslenskra samstarfsaðila. Í tillögum teymanna koma fram hugmyndir sem Kadeco hefur rétt á að nýta í framhaldinu. Hver og ein tillaga var metin út frá nokkrum þáttum af matsnefnd skipaðri fagaðilum. Meðal þess sem lagt var mat á voru hönnun, hagrænir þættir og útfærsla þróunaráætlunar, en matsnefnd samanstóð af mismunandi aðilum fyrir hvern þátt. Alþjóðlegt, þverfaglegt teymi frá KCAP með mikla reynslu stendur að vinningstillögunni. Meðal annars er lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Áhersla er lögð á það í starfi Kadeco að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll þróist í takti við samfélagið og að við uppbyggingu verði sérstaklega horft til styrkleika Suðurnesja. Markmiðið hefur verið að móta heildstæða áætlun sem leggi grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dragi fram markaðslega sérstöðu svæðisins. Kadeco mun í framhaldinu vinna með teyminu frá KCAP, Isavia og sveitarfélögunum á Suðurnesjum að áframhaldandi útfærslu þróunaráætlunar svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Nánar má kynna sér tillöguna á vef Kadeco.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Skipulag Suðurnesjabær Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira