Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 12:01 Guðmundur Guðmundsson stýrði íslenska landsliðinu til 20. sætis á HM í janúar þó að liðið tapaði þar engum af sínum sex leikjum með meira en tveggja marka mun. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. „Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06