Leikkonan birtist fyrst á skjánum þegar hún var tólf ára gömul og spannaði leikferill hennar um sex áratugi.
Howes er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk Truly Scrumptious í myndinni Chitty Chitty Bang Bang frá árinu 1968, þer sem hún lék á móti leikaranum Dick Van Dyke.
Howes tók við hlutverki Eliza Doolittle í söngleiknum My Fair Lady á Broadway í New York árið 1958 af leikkonunni Julie Andrews.
Eiginmaður Howes til 48 ára, Douglas Rae, lést fyrr á þessu ári.