Stoðsending til velferðarmála Björn Bjarki Þorsteinsson og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 23. desember 2021 08:00 Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun