Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 09:34 Styttan, sem stóð við Háskólann í Hong Kong og heitir Skammarsúlan (e. Pillar of shame), hefur verið fjarlægð. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang. Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang.
Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40
Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57