Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 11:27 Þórólfur sagði samstöðuna mikilvæga. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira