Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 12:15 Kardimommubærinn. Þjóðleikhúsið Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira