Lengi hefur verið rætt og ritað um að liðinu vanti framherja. Meira að segja voru ýmsir spekingar farnir að velta því fyrir sér áður en Sergio Agüero yfirgaf félagið eftir seinasta tímabil.
Staða Manchester City í ensku úrvalsdeildinni bendir þó til að gengi liðsins sé nokkuð góð án þess að framherji hafi verið fenginn í hópinn í sumar. Englandsmeistararnir tróna á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot og í 18 leikjum hefur liðið skorað 44 mörk. Einungis Liverpool hefur skorað fleiri mörk á yfirstandandi tímabili, en Rauði herinn hefur skorað 50.
Guardiola sat fyrir svörum blaðamanna fyrir leik liðsins gegn Leicester sem fram fer á sunnudaginn. Þegar hann var spurður út í þetta mál var svar hans einfalt.
„Við ætlum ekki að kaupa framherja,“ sagði Spánverjinn.
Fyrr í vikunni talai hann einnig um þetta mál. Þá sagði hann að fjárhagsstaða félagsins væri ástæða þess að liðið myndi ekki fjárfesta í framherja í janúar.
„Fjárhagsstaðan er eins og hún er. Öll félögin eru í basli og við erum engin undantekning.“
Pep Guardiola has admitted #MCFC wont be able to sign a striker in January despite the Aguero & Jesus injury issues:
— Oddschanger (@Oddschanger) December 21, 2020
🗣 "The economic financial situation is what it is. All the clubs struggle and we are no exception." pic.twitter.com/iEDEcyzxc4
Eins og flestir ættu að muna eftir reyndu Guardiola og forráðamenn City ítrekað að lokka framherja Tottenham og fyrirliða enska landsliðsins, Harry Kane, til félagsins. Sú tilraun bar þó ekki árangur og stuðningsmenn Lundúnaliðsins geta andað léttar við þær fréttir að City muni ekki reyna aftur fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.