Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 17:37 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að líta veðri til fleiri þátta en smivarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00
Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01