Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 23. desember 2021 19:01 Það er mikil ös á Oxford-stræti í Lundúnum á Þorláksmessu. Á sama tíma er faraldurinn í hæstu hæðum þar í landi. Getty/Hasan Esen Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53