Fótbolti

Full­yrðir að Brynjar Ingi verði liðs­fé­lagi Viðars Arnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason virðist ekki ætla að stoppa lengi á Ítalíu.
Brynjar Ingi Bjarnason virðist ekki ætla að stoppa lengi á Ítalíu. Getty/Boris Streubel

Það stefnir allt í að innan skamms verði tveir íslenskir landsliðsmenn á mála hjá norska knattspyrnufélaginu Vålerenga. Svo virðist sem miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sé svo gott sem búinn að staðfesta að hann sé á leið til félagsins.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Brynjar Ingi væri einkar eftirsóttur af liðum á Norðurlöndunum eftir að hafa aðeins spilað 45 mínútur með ítalska B-deildarliðinu Lecce frá því hann gekk í raðir þess síðasta sumar.

Stian André de Wahl, blaðamaður hjá Nettavisen í Noregi fullyrti á Twitter-síðu sinni rétt í þessu að Brynjar Ingi væri á leið til norska félagsins. Lecce hefur samþykkt kauptilboð Vålerenga og miðvörðurinn hefur samið um kaup og kjör.

Samkvæmt André de Wahl mun Brynjar Ingi skrifa undir samning áður en árið er úti og verður því samherji framherjans Viðars Arnars Kjartanssonar þegar æfingar hefjast á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×