Seint í gærkvöldi birti miðillinn Football London grein þess efnis að leikur liðanna yrði ekki spilaður í dag vegna kórónuveirusmita innan herbúða Crystal Palace.
Síðan þá hefur mikil óvissa ríkt í kringum leikinn og hinir ýmsu sérfræðingar velt fyrir sér hvort að leikurinn yrði sá fjórði sem átti að fara fram í dag til að verða frestað.
Tottenham's Boxing Day fixture against Crystal Palace is set to be postponed after further Covid caseshttps://t.co/QNhMDUBX6t
— football.london (@Football_LDN) December 25, 2021
Leikjum Liverpool og Leeds, Wolves og Watford og að lokum Everton og Burnley hefur öllum verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðanna.
Opinberar Twitter-síður Tottenham og Crystal Palace birtu báðar færslu nú fyrir skemmstu þar sem að tekið er fram að leikur liðanna muni fara fram.
Today's home game against Crystal Palace will go ahead as scheduled.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) December 26, 2021
We look forward to seeing you all this afternoon. 💙 pic.twitter.com/lhz9EDp2am
Tottenham og Crystal Palace eru að mætast í annað sinn á tímabilinu, en fyrri leikur liðanna endaði með 3-0 sigri Palace þar sem að öll mörkin voru skoruð á seinasta stundarfjórðungi leiksins eftir að Japhet Tanganga fékk að líta rauða spjaldið í liði Tottenham.