Þrátt fyrir að leikir dagsins hafi ekki veri hafnir þegar ákvörðunin var tekin er strax farið að fresta leikjum í næstu umferð sem hefst á þriðjudagskvöld.
Leeds átti að spila við Liverpool í hádeginu í dag, en þeim leik var einnig frestað vegna smita innan herbúða Leeds.
Á opinberri heimasíðu Leeds er tekið fram að engin ný kórónuveirusmit hafi greinst innan liðsins, en stærstur hluti þeirra leikmanna sem greindust fyrir leikinn sem ekki varð gegn Liverpool í dag sé enn í einangrun.
Þá getur Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa andað léttar, en hann greindist með veiruna í dag og hefði misst af leiknum á þriðjudaginn vegna þess.