Erlent

Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ferðamenn fylgjast með stöðu mála á brottfaratöflunni á alþjóðaflugvellinum í San Francisco. Yfir 200 flugferðum innanlands var aflýst í Bandaríkjunum á aðfangadag.
Ferðamenn fylgjast með stöðu mála á brottfaratöflunni á alþjóðaflugvellinum í San Francisco. Yfir 200 flugferðum innanlands var aflýst í Bandaríkjunum á aðfangadag. epa/John G. Mabanglo

Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim.

Í dag er staðan þannig, samkvæmt breska ríkisútvarpinu, að 1.400 flugferðum um allan heim hefur verið aflýst í dag, mánudag. Verst er ástandið í Kína og í Bandaríkjunum en bandarísk flugmálayfirvöld segja að stærstan hluta vandræðanna megi rekja til flugmanna sem hafa smitast eða þurfa að vera í sóttkví.

Frá því á föstudag hefur samtals um 8.000 flugferðum verið aflýst. 

Ef marka má heimasíðu Isavia virðast þó flestar ef ekki allar ferðir hingað til lands vera á áætlun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×