Yngst til að taka sæti á þingi Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 12:05 Varaþingmenn Pírata, þær Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, tóku sæti á Alþingi í dag. Píratar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson. „Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021 Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021 Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga. Alþingi Píratar Tímamót Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson. „Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021 Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021 Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga.
Alþingi Píratar Tímamót Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira