Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. desember 2021 13:15 Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var virkjað vegna hópsmitsins í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sjá meira
664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47
Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08