Eggaldinbóndinn gróf sig upp úr djúpri holu en Wade fékk frímiða Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:54 Dirk van Duijvenbode fagnar í leiknum gegn Ross Smith í dag. Getty/Luke Walker Það er nóg um að vera í Alexandra Palace í dag þar sem fyrstu fjórir keppendurnir hafa nú tryggt sér sæti í 16-manna úrslitunum á HM í pílukasti. Einn þeirra þurfti þó ekkert að hafa fyrir sigrinum. James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember. Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember.
Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira