Í þáttunum Þetta reddast fær Dóra Júlía til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.
Í fyrsta þættinum mættu Æði strákarnir Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj í heimsókn til hennar til að aðstoða við að baka jóla Lu-köku.
Í þættinum ræddi Dóra við drengina um þá athygli sem þeir hafa fengið eftir að Æði þættirnir hófu göngu sína og margt fleira. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sjálfum en Þetta reddast er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum.